Frisbígolf diskar eru margir og mismunandi.
Þeir hafa mismunandi eiginleika og fyrst má flokka þá í:
Púttera, sem eru hannaðir til að fljúga stuttar vegalengdir beint,
Mid-range, sem fljúga hraðar og lengra en pútterar en fljúga þó tiltölulega beint.
Stuttir driverar, (Fairway drivers) sem eru orðnir hraðari, refsa meira 
fyrir misheppnuð köst, en bjóða samt upp á góða stjórn á fluginu.
Langir driverar, (Distance drivers) , þetta eru sleggjurnar sem hafa möguleikann 
á að fljúga lengst, en kalla á meiri færni, meiri snúning og geta refsað mikið fyrir misheppnuð köst.

Innova er með kerfi sem skilgreinir eiginleika disksins, þetta eru fjórar tölur, 
í netversluninni á forminu: 0|0|0|0.
Alltaf er miðað við að rétthentur spilari kasti með bakhönd. 
Fyrir örvhenta og þá sem kasta forhönd snýst þetta við, vinstri verður hægri og öfugt.

Fyrsta talan 
segir hversu hraður(straumlínulagaður) er diskurinn, og er frá 1 upp í 14,
semsagt hversu hratt þarf diskurinn að snúast til að uppgefnir eiginleikar njóti sín.
Önnur talan
segir til um svif disksins(glide) og er frá 1 upp í 6.
Sem dæmi mætti segja að múrsteinn sé með 0 í glide.
Þriðja talan
segir hvernig diskurinn flýgur á hraða fluginu meðan hann er á fullum snúning,
er frá -5 upp í 1. Diskur sem er með mikið í mínus vill beygja til hægri á 
hraða fluginu, diskur með 0 flýgur beint á hraða fluginu. 
Fjórða talan 
segir hvað diskurinn gerir þegar hann missir snúning og hraða og er frá 0 upp í 5.
Allir diskar falla til vinstri, bara mismunandi mikið. Diskur með 0 getur flogið 
nánast beint alla leið, meðan diskur með 5 byrjar að leita mikið til vinstri.

Diskar fást í mismunandi plasti og plastið getur haft áhrif á eiginleika disksins og
er oft smekksatriði hvaða plast spilurum líkar best við.

DX- er ódýrasta plastið, hefur gott grip en diskarnir eru fljótir að tapa upprunalegum 
eiginleikum sínum. Þetta er bæði kostur og galli, það sem gerist er að síðustu tvær 
tölurnar lækka sem gerir það að verkum að segja má að diskurinn fljúgi beinna eftir því sem hann eldist.

Pro- er svipað og DX en heldur eiginleikum sínum lengur. Pro plastið þykir hafa mjög gott grip.

R-Pro er mýkri og gúmmíkenndara plast, með frábært grip. Diskarnir eru linari og þetta er mjög
vinsælt í Pútterum og Mid-range diskum, en mörgum finnst það of mjúkt fyrir Drivera.

Champion- er sterkasta plastið, diskarnir halda eiginleikum sínum jafnvel í mörg ár. 
Það er hinsvegar sleipara en önnur og mörgum finnst gripið ekki nógu gott.

Star- er sennilega besta plastið, það sameinar gott grip og góða endingu.

G-Star er mýkri útgáfa af Star plastinu.