Um PDGA stigakerfið og forgjöf

PDGA stigakerfið ( PDGA  rating) er í stuttu máli þannig,
að góður spilari fær 1.000stig fyrir góðan hring. Hvert kast sem aðrir 
gera meira eða minna telur 10 stig. Dæmi: Spilari A spilar hring á 56
og fær 1.000 stig, spilari B spilar á 58 og fær 980 stig, spilari C spilar
á 55 og fær 1.010 stig.
Skráning í PDGA kostar 23$ og er hér:http://www.pdga.com/membership

Við notum þetta til grundvallar í forgjafar kerfið okkar, hver 10 stig gefa einn í forgjöf,
miðað við að par vallar sé 72. Í flestum tilfellum eru vellir hér milli 50 og 60 par, og því
er forgjöfin aðeins breytileg eftir völlum. Dæmi,Haukur Árnason #8800 er með 895 í rating,
1.000 stig eru 0 í forgjöf þannig að, 1.000 - 895 = 105. Deilt með 10 er 10,5 í forgjöf.
Klambratún eins og það er spilað í Þriðjudagsdeildinni er par 57, þar af leiðandi er Haukur með:
10.5 x 57/72=8,3 sem námundast í 8 í forgjöf á Klambratúni.